Þjónustusvæði

eyrin eyrin

Velkomin á þráðlausa net Snerpu!

Auðvelt

Það er auðvelt fyrir ferðafólk að tengjast við Netið á Ísafirði. Snerpa hefur sett upp þráðlausa punkta víða um Ísafjarðarbæ tengda háhraðanetum. Allt sem þú þarft að gera til að tengjast er að finna 'snerpa-hotspot' netið í tækinu þínu. Þegar þú tengist er þér beint á vefsíðu þar sem þú getur keypt aðgang eða slegið inn kóða sem eru fáanlegir hjá völdum þjónustuaðilum.

Öruggt

Við viljum leggja áherslu á það að allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitor. Þetta þýðir að Snerpa geymir engar greiðslukortaupplýsingar.

Rótgróið

Snerpa hefur verið með tölvu- og netþjónustu síðan 1994 og er elsta starfandi netþjónusta á Íslandi. Snerpa leggur áherslu á að bjóða uppá netþjónustu á Vestfjörðum en býður einnig uppá nettengingar útum allt land.

Einn aðgangur fyrir allt svæðið

Kerfið okkar er sett upp á þann veg að um leið og þú ert komin með aðgang að einum þráðlausum punkti þá ertu komin með aðgang að þeim öllum svo lengi sem aðgangurinn þinn er virkur.

Snerpa er með í skoðun að stækka þjónustusvæðið sumarið 2016. Við höfum opnað þráðlausan punkt á Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og erum að vinna í því að setja upp punkta á Flateyri og Þingeyri auk þess að setja upp fleiri punkta á Ísafirði.

Greiðslur

Aðgangur að þráðlausa neti Snerpu er ekki ókeypis. Hinsvegar erum við ákveðnir í því að bjóða þjónustuna eins ódýrt og við mögulega getum. Klukkutíma aðgangur er á 200 kr í gegnum vefsíðuna og dags aðgangur á 600 kr. Það er einnig hægt að kaupa kóða hjá söluaðilum útum allan bæ. Aðgangurinn verður fyrst um sinn ómagnmældur.